Hundur numinn á brott

Rottweilerhundur.
Rottweilerhundur.

Lögreglan á Selfossi rannsakar hvarf á rottweilertík sem numin var á brott af hundahótelinu á Arnarstöðum í Flóa í nótt. Tíkin beit konu í Hveragerði í mars sl.

Fram kemur á vef Sunnlenska fréttablaðsins, að tíkin hafi verið í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konuna þann 4. mars. Átti tíkin að vera á hundahótelinu þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma leikur sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott. 

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem orðið hafa varir við mannaferðir við Arnarstaði, austan við Selfoss, í nótt eða geta veitt upplýsingar um hvarf tíkarinnar að hafa samband í síma lögreglunnar 480 1010.

Vefur Sunnlenska

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert