Borgarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að staðið verði fyrir viðburðadagskrá í október næstkomandi í tilefni þess að þá verða 25 ár liðin frá fundi þeirrra Ronalds Reagans og Mikhaíls Gorbastjoffs í Höfða.
Leiðtogafundurinn fór fram 11. -12.október 1986. Samvæmt tillögu sjálfstæðismanna var borgarráði falið að skipa starfshóp, sem komi með tillögu að dagskrá og fjárhagsramma verkefnisins og annist jafnframt framkvæmd þess.