Vill skýringar á tíðum heimsóknum ísbjarna

Ísbjörninn á Hornströndum í gær.
Ísbjörninn á Hornströndum í gær. Mynd / Landhelgisgæslan

Um­hverf­is­ráðherra hef­ur óskað eft­ir því að Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands setji sam­an grein­ar­gerð í sam­vinnu við Um­hverf­is­stofn­un, Veður­stofu Íslands og aðra hlutaðeig­andi aðila um mögu­leg­ar ástæður fyr­ir auk­inni tíðni á komu ís­bjarna til lands­ins.

Óskað er eft­ir því að Nátt­úru­fræðistofn­un hafi sam­band bæði við hér­lenda fræðimenn og er­lenda til þess að reyna að meta hvort tíðar kom­ur ís­bjarna „séu til­vilj­un, eða end­ur­spegli á ein­hvern hátt breyt­ing­ar á nátt­úrufari, sem kalli á auk­inn viðbúnað út frá ör­ygg­is- og vernd­ar­sjón­ar­miðum,“ eins og fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að haf­ís hafi verið langt frá landi á und­an­förn­um árum en sögu­lega séð hafi verið skýrt sam­band á milli komu ís­bjarna til lands­ins og að haf­ís hafi legið við landið eða þá skammt und­an því. Þá er rifjað upp að fjór­ir birn­ir hafa gengið hér á land á und­an­förn­um þrem­ur árum. Það sé mjög óvenju­legt þegar litið sé til síðustu ára­tuga en jafn­marg­ir birn­ir hafi komið hingað á næstu 70 árum þar á und­an.

„Þetta vek­ur upp spurn­ing­ar um hvort bú­ast megi við reglu­leg­um heim­sókn­um bjarn­dýra á kom­andi árum og hvort efla þurfi vökt­un á hvíta­björn­um og end­ur­skoða stefnu stjórn­valda um viðbúnað vegna land­töku þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Seg­ir björg­un­ar­áætl­un til

Þá seg­ir í frétta­til­kynn­ingu um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins að ekki sé rétt sem komið hafi fram í fjöl­miðlum að stjórn­völd hafi ekki látið gera áætl­un til þess að ná ís­björn­um lif­andi sem hingað kunni að koma.

„Fyr­ir ligg­ur ít­ar­leg út­tekt á viðbúnaði sem þarf til að reyna að bjarga hvíta­björn­um lif­andi, en það var hins veg­ar niðurstaða að of mik­il óvissa væri um ár­ang­ur slíkra björg­un­ar­tilrauna til að rétt­læta kostnaðarsam­an viðbúnað, auk þess sem eng­in rök sem lytu að vernd teg­und­ar­inn­ar eða dýra­vernd kölluðu á slík­ar aðgerðir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert