Stefnt að samningi í nótt

Fulltrúar ASÍ í húsi ríkissáattasemjara í dag.
Fulltrúar ASÍ í húsi ríkissáattasemjara í dag. mbl.is/Ómar

Full­trú­ar at­vinnu­rek­enda og launþega stefna á að ná kjara­samn­ingi í nótt. Viðræður hafa staðið yfir í all­an dag og munu standa fram á nótt, eft­ir því sem fram kom í frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins.

Í frétt­um Rík­is­út­varps­ins kom fram að full­trú­ar Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Alþýðusam­bands Íslands séu bjart­sýn­ir á að klára gerð kjara­samn­inga á næsta sól­ar­hring. Stefnt sé að því að gera þriggja ára samn­ing.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sagði í sam­tali við RÚV að bæta þyrfti við það sem hefði verið uppi á borðum 15. apríl þegar slitnaði upp úr viðræðum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert