Heildartekjur ríkisins af hugsanlegum vegtollum á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut gætu numið einum og hálfum til tveimur milljörðum króna á ári.
Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar þingmanns á Alþingi í gær.
Í svarinu kemur fram að ekkert hafi verið ákveðið um upphæð veggjalda, sem séu háð ýmsum þáttum, en þetta gæti verið gróft viðmið út frá dæmum sem reiknuð hafa verið.