1251 einstaklingur var með yfir 12 milljóna launatekjur á árinu 2009 eða sem svarar til 1 milljónar króna á mánuði.
Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, alþingismanns, um mánaðarlaun yfir einni milljón króna.
Einar vildi vita hvernig þessir einstaklingar skiptust eftir starfsstéttum en í svarinu segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki upplýsingar um starfsstéttir framteljenda og engin persónugreinanleg gögn.