Bjartsýnn á að samningar náist

Frá Karphúsinu í kvöld.
Frá Karphúsinu í kvöld.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist bjartsýnn á að samingar takist innan tíðar.

„Menn eru hægt og bítandi að tína saman niðurstöðurnar. Þetta er mikil vinna, en mér sýnist á öllu að þetta sé að komast í hús og klárast. En það er ekki ennþá komið að undirritun, heldur er núna verið að fara yfir skjöl textagerð og stemma það af sem komið er.

Sigurður sagði í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan tíu í kvöld að ekki væri farið að draga af mönnum, þrátt fyrir langa samningalotu, heldur væru allir staðráðnir í að ljúka málinu sem fyrst.



Sigurður Bessason, formaður Eflingar.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert