Fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims

Starfsmenn Samherja við fiskvinnslu.
Starfsmenn Samherja við fiskvinnslu.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun þar sem fagnað er kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi.

„Með kaupunum er ljóst að rekstur fiskvinnslu í bænum stendur áfram á traustum grunni.
Hið nýja félag, sem stofnað er um reksturinn, fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa og er það von bæjarstjórnar að það muni bera nafn með rentu," segir í ályktuninni.

Bæjarstjórnin segir einnig, að mál sé að deilum um fiskveitistjórnunarkerfið ljúki með samkomulagi og málamiðlun. Úrbætur í atvinnu- og kjaramálum við núverandi aðstæður þoli ekki bið.

„Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að skapa sjávarútvegnum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. Það er ein af mikilvægum forsendum sóknar í atvinnumálum við Eyjafjörð og í sjávarbyggðum landið um kring," segir síðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert