Fólk var á hvítabjarnarslóð

Birnan sem felld var við Rekavík.
Birnan sem felld var við Rekavík. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þrír Hollendingar voru á göngu um Hornstrandir og Jökulfirði frá því í síðustu viku og komu til byggða í gærkvöldi. Fólkið dvaldi m.a. lengi í Hornvík en hvítabjörn sást í Hlöðuvík á mánudag. Stutt er frá Hlöðuvík yfir í Hornvík.

Ekkert símasamband náðist við þau. Það var farið úr Hornvík þegar björninn sást fyrst.

Skipverjar á smábáti sáu björninn í Hælavík. Björnin, eða birnan öllu heldur, var frísk og vel á sig komin og var komin í Rekavík bak Horn, þegar þyrla Landhelgisgæslunnar, með skyttur innanborðs, kom á vettvang. Næsta vík við Rekavík er Hornvík.

Rætt er við einn göngumanna í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert