Gagnrýna úttekt á flutningi LHG

Húsakynni Varnarmálastofnunar, sem lögð var niður um áramótin.
Húsakynni Varnarmálastofnunar, sem lögð var niður um áramótin. Rax / Ragnar Axelsson

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar gagnrýnir hagkvæmniathugun Deloitte á kostnaði við það að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík og á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Þetta kemur fram í ályktun sem bæjarstjórnin hefur sent frá sér. Þar er fundið að þeim forsendum sem Deloitte gefur sér, til að mynda hvað varðar mönnun vakta, starfsmannafjölda og þóknanir fyrir akstur til og frá vinnu.

„Sá kostnaður sem Deloitte telur að hljótist af flutningi gæslunnar til Suðurnesja er því ekki vegna flutningsins heldur vegna þeirrar hugmyndar að stórauka starfsemi gæslunnar, fjölga starfsmönnum og auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustu gæslunnar að halda,“ segir í ályktuninni.

Bæjarstjórnin kveðst telja mikil tækifæri fólking í því að láta Landhelgisgæsluna taka yfir fyrri störf Varnarmálastofnunar, sem lögð hefur verið niður, og undrast að ekki skuli hafa verið tekið tillit til þessa við gerð hagkvæmniathugunar.

Ennfremur segir að húsakosturinn sem gæslunni stendur til boða á Keflavíkurflugvelli sé eins og sniðinn að starfsemi hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert