Gamalt íþróttahús friðað

Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar.
Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar.

Mennta­málaráðherra hef­ur friðað ytra byrði húss­ins við Lind­ar­götu 7 í Reykja­vík, sem nefnt er íþrótta­hús Jóns Þor­steins­son­ar. Það var byggt árið 1934 og er eitt af frum­verk­um funksjóna­l­ism­ans hér á landi. 

Húsið var byggð sem íþrótta­hús sem lagað er að horn­lóð í þéttri byggð. Það hef­ur haldið ytra út­liti án veru­legra breyt­inga og er jafn­framt eitt af elstu verk­um höf­unda sinna. Seg­ir á vef Húsafriðun­ar­nefnd­ar að húsið hafu því mikla sér­stöðu í sögu bygg­ing­ar­list­ar á Íslandi.

Húsið þótt­mikið stór­virki og afar glæsi­legt. Þar voru tveir fim­leika­sal­ir, áhalda­geymsl­ur, full­kom­in bún­ings­her­bergi, sturtu­klefi og meira að segja gufubaðstofa. Í hús­inu var miðstöð og sér­stakt loft­hit­un­ar­tæki fyr­ir báða sal­ina.

Jón Þor­steins­son bjó í hús­inu ásamt Eyrúnu Guðmunds­dótt­ur eig­in­konu sinni. Þar rak hann íþrótta­skóla til árs­ins 1976. Nær öll starf­semi íþrótta­fé­lags­ins Ármanns fór fram í hús­inu og þar var fyrsta baðstof­an til al­menn­ings­nota í Reykja­vík. Á sumr­in lánaði Jón vini sín­um Jó­hann­esi Kjar­val stóra leik­fim­isal­inn til að mála og þar hélt Kjar­val mynd­list­ar­sýn­ing­ar. Þjóðleik­húsið hóf leik­sýn­ing­ar í hús­inu árið 1987, fyrst í kjall­ara og síðar í leik­fim­isal, en áður hafði það flutt þangað skrif­stof­ur og æf­ingaaðstöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert