Kortleggja hjólreiðar á vefnum

Sambúð gangandi vegfarenda og hjólandi á hjólastígum í höfuðborginni getur …
Sambúð gangandi vegfarenda og hjólandi á hjólastígum í höfuðborginni getur stundum verið flókin. Nýir stígar bæta vonandi úr. mblis/Kristinn Ingvarsson

Reykja­vík­ur­borg hef­ur opnað nýj­an vef til að kort­leggja hjóla­leiðar til og frá vinnu, þar sem jafn­framt er hægt að koma með ábend­ing­ar um úr­bæt­ur og mæla vega­lend­ir.

 Hægt er að smella hér til að opna vef­inn. 

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg kem­ur fram að á vefn­um geti fólk bent á vástaði, t.d. hvar vanti göngu- og hjól­reiðastíga, hvar bif­reiðar fari of hratt og skrifað aðrar at­huga­semd­ir. Einnig er hægt að sækja hjóla­fer­il í GPX­skrá fyr­ir GPS tæki.

Mark­miðið með vefn­um er að sjá hvar fólk vill hjóla, hvar það tel­ur sig ör­uggt og hvar óör­uggt. Þeir sem nota vef­inn taka um leið þátt í því að bæta aðgengi og upp­lif­un hjól­reiðafólks. Upp­lýs­ing­arn­ar muni nýt­ast við að skipu­leggja Hjóla­borg­ina Reykja­vík en vef­ur­inn er byggður á borg­ar­vef­sjá.

Búið að skipu­leggja 10 kíló­metra af hjóla­stíg­um

 Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Evu Ein­ars­dótt­ur, for­manni Íþrótta- og tóm­stundaráðs, að búið væri að skipu­leggja tíu kíló­metra af hjóla­stíg­um í borg­inni og fyrsti áfangi hjól­reiðaáætl­un­ar því litið dags­ins ljós. Hraðleið frá Laug­ar­dal að Ægisíðu ásamt hjóla- og göngu­brú yfir Elliðaárósa hefði einnig verið hönnuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert