OR hækkar verð á heitu vatni

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Orkuveita Reykjavíkur hækkaði verð á heitu vatni í gær um 8%, samkvæmt frétt Orkuvaktarinnar. Þar er birtur samanburður á verðhækkun heits vatns hjá nokkrum veitufyrirtækjum.

Sérstaka athygli vekur að heita vatnið er nú rúmlega 70% dýrara í Reykjavík en á Seltjarnarnesi og 35% dýrara en í Mosfellsbæ. Orkuvaktin segir að miðað við algenga heitavatnsnotkun í 100 fermetra íbúð sé kostnaðurinn á einu ári nú 41.000 kr. í Reykjavík en 24.000 kr. á Seltjarnarnesi.

Frétt IceConsult - Orkuvaktarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert