Sex vilja gera Vaðlaheiðargöng

Akureyri. Vaðlaheiði í baksýn.
Akureyri. Vaðlaheiði í baksýn. www.mats.is

Sex þátttakendur hafa skilað gögnum vegna forvals sem efnt var til vegna gerðar Vaðlaheiðarganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega.

Þeir sem óskað hafa eftir að fá að gera tilboð í Vaðlaheiðargöng eru IAV/Marti, en að því standa ÍAV hf. og svissneska fyrirtækið Marti Contractors,

Ístak hf.

Metrostav-Suðurverk en að því standa Suðurverk hf. og Metrostav a.s. frá Tékklandi, 

Norðurverk og undir þeim hatti eru íslensku fyrirtækin Árni Halgason ehf., SS Byggir ehf., Skútaberg ehf., GV Gröfur ehf., Rafeyri ehf og Norðurbik ehf. 

Per Aarsleff - JKP JV frá Danmörku en að því standa danska fyrirtækið Per Aarsleff a/s og færeysku verktakarnir JK Petersen Contractors P/F.

Leonhard Nilsen & Sönner AS frá Noregi.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að fleiri þátttakendur kunni hugsanlega að senda inn gögn því gögn með póststimpli fyrir klukkan 16:00 3. maí eru gild.

Um er að ræða 9,5 metra breið og 7,2 km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 320 m langa steinsteypta vegskála  og um 4,0 km langa vegi.

Farið verður yfir göngin á næstu vikum og reikna má með að opna megi tilboð í Vaðlaheiðargöng seint í ágúst eða í septembermánuði í haust að loknu útboði með þátttöku þeirra sem standast útboðskröfur, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert