Styttist í vöfflubakstur

Frá samningaviðræðunum seint í gærkvöldi.
Frá samningaviðræðunum seint í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að mál ættu að fara að skýrast í samningaviðræðunum við ASÍ á næsta eina og hálfa klukkutímanum. „Við erum að tosast áfram. Það eru ekki svo mörg mál sem við eigum eftir að leysa en þau geta verið svolítið snúin.“

 Vilmundur sagði að miðað væri við að klára samninga í kvöld. „Ég er farinn að segja að hér verði bakaðar vöfflur á næstu 24 tímum.“ 

Vilmundur segir að nú sé verið að fara yfir taxtabreytingar, orðalagsbreytingar og nokkrar kröfur sem á eftir að ganga frá. „Þetta ætti að skýrast á næsta eina og hálfa tímanum, þá ætti þetta að fara að ganga,“ sagði hann.

Vilmundur hitti Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra í dag og segir Vilmundur að fundurinn hafi snúist um framkvæmdaatriði í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert