Vilja breyta lögum um landsdóm

Frá fyrsta fundi landsdóms.
Frá fyrsta fundi landsdóms. mbl.is/Kristinn

Meirihluti allsherjarnefndar leggur til að breyting á lögum um landsdóm, sem framlengir kjörtímabil dómara við réttinn, verði samþykkt. Kjörtímbil þeirra rennur út 11. maí, eftir eina viku.

Hluti dómara við landsdóm eru kjörnir til sex ára í senn. Síðasta var kosið í dóminn 11. maí 2005. Í áliti meirihlutans er vísað til þess að í greinargerð með frumvarpinu komi fram að með því fyrirkomulagi sem frumvarpið felur í sér verði ekki rof á umboði dómenda landsdóms meðan mál er þar til meðferðar. Það sé í samræmi við meginreglur réttarfars um milliliðalausa málsmeðferð. Meiri hlutinn telur frumvarpið tryggja að málsmeðferð fyrir landsdómi verði í samræmi við meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Undir álitið skrifa Róbert Marshall, Álfheiður Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Eygló Harðardóttir, Þráinn Bertelsson, Mörður Árnason og Þór Saari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert