Norðmenn vilja endurskoða Schengen

Norskir lögreglumenn segja stóran hluta af skipulagðri glæpastarfsemi í Noregi …
Norskir lögreglumenn segja stóran hluta af skipulagðri glæpastarfsemi í Noregi eigi rætur að rekja í Eystraltsríkjunum.

Norska lög­regl­an vill að Schengen-samn­ing­ur­inn verði end­ur­skoðaður. Seg­ir lög­regl­an að mik­il aukn­ing hafi orðið á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi á Norður­lönd­um frá því samn­ing­ur­inn tók gildi og það teng­ist einkum glæp­a­starf­semi í Eystra­salts­ríkj­un­um.

Egil Haaland, formaður norska lög­reglu­fé­lags­ins, seg­ir í viðtali við eist­neska blaðið Posteemes í dag, að glæpa­menn frá Eystra­saltslönd­un­um þrem­ur, Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en, beri ábyrgð á mikl­um meiri­hluta þeirra glæpa sem framd­ir eru á Norður­lönd­un­um.

„Opin landa­mæri í Evr­ópu hafa leitt til þeirr­ar stöðu, að 80% glæpa, sem framd­ir eru í Nor­egi og á öðrum Norður­lönd­um, tengj­ast glæpa­mönn­um sem annaðhvort eru frá Eystra­saltslönd­un­um eða hafa tengsl við skipu­lagða glæp­a­starf­semi þar," sagði Haaland.

Hann vísaði í ný­legt bréf frá norsku lög­regl­unni til dóms­málaráðuneyt­is Nor­egs þar sem seg­ir, að ef Eystra­saltslönd­in grípi ekki til raun­hæfra aðgerða gegn glæpa­mönn­um, sem einnig fremja glæpi á Norður­lönd­un­um, verði að end­ur­skoða Schengen-samn­ing­inn.

Posteemes dró yf­ir­lýs­ing­ar Haalands í efa og vísaði til norskra af­brota­upp­lýsa því til stuðnings. Sagði blaðið, að ásak­an­ir Haalands jöðruðu við kynþátta­hat­ur.

Alls eiga 25 Evr­ópu­ríki aðild að Schengen-samn­ingn­um, 22 aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins auk Íslands, Nor­egs og Sviss.  Um er að ræða sam­starf á sviði landa­mæra­eft­ir­lits og lög­gæslu  sem á að auðvelda ferðir fólks inn­an Schengensvæðis­ins með því að af­nema  vega­bréfa­skoðun á innri landa­mær­um þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert