60 milljarðar á samningstíma

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í …
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­stjórn­in áætl­ar að heild­ar­kostnaður við þær aðgerðir, sem tengj­ast nýj­um kjara­samn­ing­um Alþýðusam­bands Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sé 60 millj­arðar króna á samn­ings­tím­an­um, eða til loka janú­ar 2014.

Fram kom á blaðamanna­fundi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, nú í kvöld, að áætlað sé að kostnaður rík­is­sjóð vegna samn­ing­anna verði 10 millj­arðar á þessu ári, 20 millj­arðar á næsta ári og 30 millj­arðar króna á ár­inu 2013. 

Stein­grím­ur setti þó tals­verða fyr­ir­vara við þess­ar töl­ur og sagði þær vera grófa áætl­un. 

Stein­grím­ur sagði mikið fagnaðarefni, að samn­ing­arn­ir hefðu náðst og að hinir tekju­lægstu í sam­fé­lag­inu væru að fá veru­lega úr­lausn. Jó­hanna lýsti einnig ánægju með að samn­ing­arn­ir hefðu náðst. Bæði sögðu þau, að góður ár­ang­ur í rík­is­fjár­mál­um og stöðug­leiki í efna­hags­mál­um hefðu gert aðgerðir rík­is­ins mögu­leg­ar en þær væru lík­lega þær um­fangs­mestu, sem gerðar hefðu verið í tengsl­um við kjara­samn­inga. Tók Stein­grím­ur fram að sam­bæri­leg­ar aðgerðir hefðu ekki verið mögu­leg­ar á síðasta ári. 

Í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir, að með henni skuld­bindi stjórn­völd sig til að vinna af ein­urð að því að leggja grunn að var­an­leg­um hag­vexti og vel­ferð. 

Er því m.a. heitið að end­ur­skoða tekju- og eigna­teng­ing vaxta­bóta og barna­bóta  í tengsl­um við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps fyr­ir árið 2012. Þá verði lög­fest,  að per­sónu­afslátt­ur taki breyt­ing­um í sam­ræmi við verðlags­breyt­ing­ar. Skatt­ar   ein­stak­linga lækki í sam­ræmi við það í árs­byrj­un 2012.

Yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka