„Ég til þess að gera sáttur með þessa niðurstöðu,“ sagði Sigurður Bessason, formaður Eflingar, eftir undirritun kjarasamninga í kvöld. Hann sagði að mikil vinna og flókin sé að baki við samningagerðina og erfitt að komast að leiðarlokum.
„Hingað erum við komin og getum þá væntanlega farið í uppbygginguna sem við höfum svo mikla þörf fyrir,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst vona að menn muni almennt meta samninginn svo að hann sé þeim hagstæður, en eftir er að bera samninginn undir atkvæði félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar.