Arion banki býður íbúðalán

Viðskiptavinum Arion banka bjóðast ný íbúðalán frá og með mánudeginum.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum, að um sé að ræða verðtryggð íbúðalán. Annars vegar lán sem nema allt að 60% veðhlutfalli fasteignar, bera 4,30% fasta vexti og eru til 25 eða 40 ára. Hins vegar viðbótarlán sem nema frá 60% til 80% veðhlutfalli fasteignar, bera 5,40% fasta vexti og eru til allt að 25 ára.

Til samanburðar bera lán Íbúðalánasjóðs, án uppgreiðsluheimildar, 4,40% ársvexti. 

Til að eiga kost á láni þurfa viðskiptavinir að standast greiðslumat bankans.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningu, að með þessu fyrirkomulagi sé skuldsetningu lántaka sett skynsamleg mörk, en vextir lánanna séu hagstæðir. Með þessu sé Arion banki að svara kalli viðskiptavina um fjölbreyttari fjármögnunarkosti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert