Dísilolía lækkar meira

Bæði Atlantsolía og Orkan hafa lækkað lítraverð á dísilolíu um tæpar fjórar krónur í morgun til viðbótar við tveggja króna verðlækkun í gær. Bensínverð hefur hins vegar ekki lækkað í dag.

Verð á dísilolíu er nú 235,60 krónur lítrinn hjá Orkunni og 0,10 krónum hærra hjá Atlantsolíu. Bensínlítrinn kostar 239,30 krónur bæði hjá Orkunni og Atlantsolíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert