Fylltu sjálfir í holurnar

Ólafur Friðbjarnarson og Jón Sveinsson við framkvæmdirnar.
Ólafur Friðbjarnarson og Jón Sveinsson við framkvæmdirnar. mynd/bb.is

Hnífsdælingarnir Jón Sveinsson og Ólafur Friðbjarnarson tóku sig til í vikunni og fylltu í holurnar í Dalbrautinni í Hnífsdal með steypu. Eins og staðkunnugir vita var ástand götunnar bágt. 

„Við eigum eitthvað af sementi og þessa forláta steypuhrærivél og báðir atvinnulausir.“ Eitthvað verða menn að gera, sögðu þeir.

„Menn hafa tapað dekkjum undan bílum sínum þegar þeir hafa ekið um þessa götu.“ Vonast þeir til að frumkvæðið verði til þess að bærinn lagfæri síðan fleiri götur í Hnífsdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert