Krefjast svara um Kennedy

Mótmælendur á Austurlandi á sínum tíma.
Mótmælendur á Austurlandi á sínum tíma.

Samtökin Saving Iceland hafa sent ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf og ítreka kröfur um svör við spurningum vegna starfsemi breska lögreglumannsins Mark Kennedys hér á landi.

Kennedy komst í dulargerfi inn í raðir aðgerðasinna og  kom meðal annars hingað til lands árið 2005 og tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun. 

Saving Iceland segir í tilkynningu, að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi óskað eftir því í byrjun ársins, að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedys hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.

„Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra," segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert