„Upplifun að vera á staðnum“

Íslendingarnir Árni Torfason og Brynjar Gunnarsson voru staddir á lóð World Trace Center í New York stuttu eftir að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um að sérsveitamenn hefðu skotið Osama Bin Laden.

„Það var mjög mikil upplifun að vera staddur á þessum stað þegar þetta fréttist,“ segir Árni.

Hann segir nokkra hafa tekið að hrópa af fögnuði en flestir hafi komið fyrir forvitnis sakir eða til að votta þeim sem létust virðingu sína. Meðal þeirra sem voru á staðnum var Rudy Guiliani fyrrverandi borgarstjóri New York borgar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert