250 herbergja lúxushótel verði opnað við Hörpu árið 2014

Til stendur að reisa 250 herbergja hótel á hafnarbakkanum við …
Til stendur að reisa 250 herbergja hótel á hafnarbakkanum við hlið Hörpu. Byggja má 28.000m² ofanjarðar og 2.000m² bílakjallara. mbl.is/RAX

Byggingareiturinn við hlið tónlistarhússins Hörpu á Austurhöfn í Reykjavík hefur nú verið auglýstur til sölu. Fyrirhugað er að á reitnum rísi hótel af 4-5 stjörnu gæðum sem rekið verði í samstarfi við Hörpu varðandi ráðstefnuhald og gistingu.

„Þetta mál var í ákveðnu ferli og í rúmt ár var unnið að því að finna fjárfesta, bæði hérlendis og erlendis, en það gekk nú frekar illa. Það voru margir skeptískir á að fjárfesta á Íslandi,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Situs ehf, dótturfélags Austurhafnar.

Pétur segir að stórar hótelkeðjur, s.s. Hilton og Marriot, hafi mikinn áhuga á reitnum og hafi átt viðræður við fjárfesta um að reisa hótelbyggingar til leigu. „En þeir höfnuðu nú allir að fjárfesta á þessum draumastað.“ Að sögn Péturs var það almennur ótti við Ísland sem var helsta skýringin. „Menn voru hræddir við að fjárfesta þar sem var gjaldmiðill sem menn höfðu ekki fullt traust á.“ Samkeppnin sé auk þess talsverð því þúsundir hótelverkefna séu um allan heim og tækifæri fyrir fjárfesta því víða.

Útboðið er auglýst í dagblöðum á Íslandi sem og á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið er stórt og áætlað að framkvæmdatími verði 2-3 ár. „Okkar von er að hótelið hefji rekstur vorið 2014 en ekki seinna en 2015.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert