Ákæra gefin út í næstu viku

Landsdómur kemur saman á fyrsta fundi.
Landsdómur kemur saman á fyrsta fundi. Kristinn Ingvarsson

Ákæra á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra verður gefin út í næstu viku, að sögn Fréttablaðsins. Þar kemur fram að ákæruskjalið sé tilbúið og verði sent landsdómi og verjanda Geirs eftir helgina ásamt gögnum málsins. 

Samkvæmt frétt blaðsins er ákæran tvær blaðsíður en skjalaskrá vegna ákærunnar um hundrað blaðsíður auk þess sem tilgreind eru tæplega fjörutíu nöfn vitna sérstaks saksóknara. Vitnin eru öll íslensk.

Þingfesting getur ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefna er birt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert