Bókun hefur ekki borist

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir.

Álf­heiður Inga­dótt­ir, formaður Þing­valla­nefnd­ar, kveðst í yf­ir­lýs­ingu ekki hafa séð bók­un sem nefnd­ar­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins boðuðu vegna orða sem féllu milli Þrá­ins Bertels­son­ar og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur.

Hún seg­ir að bók­un­in verði að sjálf­sögðu færð í fund­ar­gerð  nefnd­ar­inn­ar.

Fram kom m.a. á vef­miðlin­um Eyj­unni í dag að fundi Þing­valla­nefnd­ar á fimmtu­dag­inn var hafi lokið með því að Þrá­inn Bertels­son hafi kallað þær Ragn­heiði El­ínu Árna­dótt­ur og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur „fas­istapakk“.

Þær hafi þá lagt fram bók­un þess efn­is að nefnd­in sé ekki starf­hæf nema Þrá­inn biðjist af­sök­un­ar á fá­heyrðri fram­komu sinni.

Yf­ir­lýs­ing Álf­heiðar er svohljóðandi:

„Yf­ir­lýs­ing.

Nú­ver­andi Þing­valla­nefnd hef­ur á starfs­tíma sín­um tek­ist að vinna að fram­gangi margra heilla­væn­legra mála sem varða framtíð þjóðgarðsins á Þing­völl­um og hef­ur nefnd­in verið sam­stíga um all­ar stærstu ákv­arðanir.

Fund­ur í Þing­valla­nefnd s.l. fimmtu­dag hef­ur að ósekju dreg­ist inn í umræður um deil­ur og stór­yrði sem fallið hafa milli þing­mann­anna Þrá­ins Bertels­son­ar og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur. Þau ágrein­ings- og deilu­efni snúa hins veg­ar ekki að starf­semi Þing­valla­nefnd­ar og snerta ekki þjóðgarðinn á Þing­völl­um.

Þegar til­vitnuð orð Þrá­ins féllu hafði fundi Þing­valla­nefnd­ar þegar verið slitið. Meg­in­efni fund­ar­ins var að hefja und­ir­bún­ing að end­an­leg­um frá­gangi kring­um hliðar­gjá sem opnaðist í Al­manna­gjá í lok mars, tryggja ör­yggi gesta þjóðgarðsins og hindra frek­ari eyðilegg­ingu í gjánni. Á fund­inn kom Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur sem lýsti sinni sýn á því sem þarna gerðist. Umræður voru eins og venja er mál­efna­leg­ar og leiddu til niðurstaðna sem all­ir nefnd­ar­menn styðja, m.a. um að nýta þetta tæki­færi til að auka fræðslu­gildi Þing­valla.

Á fund­in­um var einnig skipað í dóm­nefnd vegna Hug­mynda­leit­ar meðal al­menn­ings um Þing­velli og þjóðgarðinn. Fram voru lagðir tveir list­ar og hlaut A-listi 4 at­kvæði, B-listi 2 at­kvæði en einn full­trúi í nefnd­inni sat hjá. Það er því ekki rétt að greidd hafi verið at­kvæði með eða á móti til­tekn­um ein­stak­ling­um á fundi nefnd­ar­inn­ar.

Und­ir­rituð hef­ur ekki séð bók­un sem boðuð var frá nefnd­ar­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins í Þing­valla­nefnd en hún verður að sjálf­sögðu færð í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar eins og venja stend­ur til.

Reykja­vík 7. maí 2011
Álf­heiður Inga­dótt­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert