Fagnar nýjum fasteignalánum

Grét­ar Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags fast­eigna­sala seg­ist fagna því að bank­arn­ir séu að bjóða upp á nýja kosti í fast­eignalán­um. Hann seg­ir fast­eigna­markaðinn vera að glæðast og býst við hækk­un á fast­eigna­verði.

„Við fögn­um því að bank­arn­ir séu að koma aft­ur inn á markaðinn með fast­eignalán, þeir hafa lítið verið að lána til fast­eigna­kaupa að und­an­förnu,“ seg­ir Grét­ar.

Erfitt að kom­ast inn á markaðinn

Hann seg­ir að val­kost­ur Ari­on banka, sem er að bjóða lán fyr­ir allt að 80% að and­virði fast­eign­ar, sé ánægju­leg þróun.

„En fyrstu kaup­end­ur eiga erfitt með að kom­ast inn á markaðinn, þeir þurfa að eiga tals­vert fé. Hugs­an­lega munu aðrar fjár­mála­stofn­an­ir koma til móts við þenn­an hóp og ég úti­loka ekki að aðrir bank­ar muni gera fyrstu kaup­end­um auðveld­ara fyr­ir til, að ná for­skoti í sam­keppn­inni við aðra banka.“

„Bank­arn­ir sjá að fast­eigna­verð er orðið nokkuð stöðugt og spár gera ráð fyr­ir að fast­eigna­verð muni hækka um 10% í ár. Þannig að það er ekki eins mik­il áhætta fyr­ir bank­ana að lána fyr­ir fast­eign­um eins og var fyr­ir nokkr­um miss­er­um.“

Grét­ar seg­ir að  tals­vert auðveld­ara hafi verið fyr­ir fólk að festa kaup á sinni fyrstu íbúð fyr­ir nokkr­um árum, en þá buðu marg­ir bank­ar upp  á 100% fast­eignalán. „En fram að því var ástandið svipað og það er í dag.“

Nokkuð eðli­legt horf

Hann seg­ir fast­eigna­markaðinn vera að glæðast og fær­ast í „nokkuð eðli­legt horf“.

„Fast­eigna­markaður­inn hef­ur gengið í gegn­um mikl­ar hremm­ing­ar, en spár gera ráð fyr­ir að nú sé kom­inn ákveðinn stöðug­leiki á markaðinn sem mun vera næstu árin. Það er allt annað lands­lag núna en var fyr­ir ári, þegar allt var í frosti. Op­in­ber­ar töl­ur sýna glögg­lega að fast­eignaviðskipti hafa blómg­ast. Til dæm­is er víða verið að bít­ast um eign­ir og fast­eigna­sal­ar segja að mikið sé um fyr­ir­spurn­ir.

Að sögn Grét­ars er um þess­ar mund­ir mest eft­ir­spurn eft­ir eign­um á verðbil­inu 20 - 40 millj­ón­ir.

„Und­an­far­in 3-4 ár hef­ur klár­lega verið kaup­enda­markaður. En núna er markaður­inn hag­stæður bæði kaup­end­um og selj­end­um,“ seg­ir Grét­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka