Mánaðarlaun launþega sem nú eru undir 260 þúsund krónum á mánuði hækka hlutfallslega meira en laun þar yfir, samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Þannig hækka 200 þúsund króna laun upp í 234 þúsund á tveimur árum sem svarar til 17% hækkunar.
Öll laun umfram 260 þúsund króna hækka um 11,4%, eða um 34 til 70 þúsund á mánuði, miðað við 300 til 600 þúsund króna mánaðarlaun í dag.
Í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag segir, að vegna lágmarks dagvinnulaunatryggingar hækka lægstu laun mest. Lágmarkslaun fara í 204 þúsund sem er 24% meira en nú.