Rigning með köflum

Búast má við rigningum með köflum sunnan- og austanlands en …
Búast má við rigningum með köflum sunnan- og austanlands en annars þurru. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofan spáir austanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 m/s við suðausturströndina og syðst fram yfir hádegi. Rigning með köflum sunnan- og austantil en annars þurrt að mestu.

Norðuaustan 8-15 m/s á morgun með lítilsháttar vætu norðantil en bjart að mestu sunnantil. Hiti 5 til 14 stig að deginum, hlýjast á Vesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert