Þrír milljarðar til skuldara

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn

Væn peningasumma dúkkaði upp á bankareikningum þúsunda Íslendinga um mánaðamótin, mörgum að óvörum. Þar var á ferðinni hin sérstaka vaxtaniðurgreiðsla ríkisins, til stuðnings skuldurum íbúðalána, sem stjórnvöld ákváðu um síðustu áramót að reiða af hendi.

Alls fengu vaxtaniðurgreiðslu 96.653 manns sem búa á 62.000 heimilum. Það var því tæpur þriðjungur þjóðarinnar sem fékk glaðning.

Von er á annarri greiðslu 1. ágúst næstkomandi, en greiðslan fyrsta þessa mánaðar var fyrirframgreiðsla byggð á skattframtali síðasta árs. Kostnaður ríkissjóðs við fyrri greiðsluna nam ríflega 2.957 milljónum króna og áætlar Skúli Eggert Þórðarson ríkiskattstjóri, í samtali við Morgunblaðið, að kostnaðurinn við greiðsluna í ágúst verði svipaður og við þessa.

Ekki fengu allir þessa aðstoð, enda bundin vissum skilyrðum og aðstoðin tengd þeirri upphæð sem fólk skuldar. Niðurgreiðslan er hins vegar ekki tekjutengd og er því ljóst að margir sem skulda mikið en hafa jafnframt nógu háar tekjur til að ráða við skuldbindingar sínar fengu talsverða niðurgreiðslu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert