Umferð um hringveg lokaðist eftir árekstur

Jökulsárlón
Jökulsárlón Ómar Óskarsson

Árekst­ur á Jök­uls­ár­brú við Jök­uls­ár­lón um klukk­an hálf þrjú í dag varð til þess að um­ferð lokaðist á hring­veg­in­um í hálfa aðra klukku­stund.

Ekki var um harka­leg­an árekst­ur að ræða og eng­inn slasaðist. Fólks­bíl var ekið aft­an á ann­an fólks­bíl sem sner­ist fyr­ir vikið, fest­ist í hliðum brú­ar­inn­ar og lokaði þannig um­ferð yfir hana þangað til hann var færður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert