Veturinn var hlýr en afar votur

Veturinn hefur loks hvatt Reykvíkinga.
Veturinn hefur loks hvatt Reykvíkinga. mbl.is/Kristinn

Þá fjóra mánuði sem af eru ársins var hiti fyrir ofan meðallag, í Reykjavík var hann 1,2 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990, og 0,1 stigi fyrir ofan meðallag áranna 2001-2010. Á Akureyri var hitinn 2 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,1 stigi ofan meðallags áranna 2001-2010.

Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands, segir veturinn hafa verið hlýjan og að meðalhitinn frá nóvember og fram í apríl hafi verið um 0,9 stigum fyrir ofan meðallag í Reykjavík og 1,3-1,4 stigum fyrir norðan. Veturinn hafi hins vegar verið afar tvískiptur.

„Það var þurrt og stöðugt veður framan af en eftir janúar er búin að vera umhleypingatíð, sérstaklega í apríl og sérstaklega í Reykjavík,“ segir hann. Úrkoman í apríl hafi verið 2,4 sinnum meðallagið og yfir meðallagi í febrúar og mars en mikið undir meðallaginu í nóvember, desember og janúar.

Trausti segir að umhleypingarnir nú gefi ekki endilega vísbendingu um það sem koma skuli, þeir séu tilfallandi. „En veturnir gætu orðið svona næstu sjö árin þess vegna. Það er langviðrasamt á Íslandi, eins og sagt er; ef eitthvað byrjar þá heldur það oft áfram.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert