Kraftalegir kaggar á rúntinn

Gömlu amerísku kaggarnir tóku sig vel út í vorblíðunni í …
Gömlu amerísku kaggarnir tóku sig vel út í vorblíðunni í Nauthólsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Félagar í Kvartmíluklúbbnum söfnuðust saman á bílum sínum í Nauthólsvíkinni í dag. Tilefnið var fyrsti rúntur sumarsins á svonefndum „muscle car“ en það eru amerískir bílar með V8 vélar.

Sigurjón Andersen varð fyrir svörum hjá þeim kvartmílumönnum. Hann sagði að klúbburinn eigi sér orðið 36 ára sögu. Slatti af bílum var kominn og von á fleirum áður en farið yrði á rúntinn.

„Þetta er gamlir, uppgerðir, flottir amerískir bílar,“ sagði Sigurjón. „Við ætlum að gera þetta nokkrum sinnum í sumar. Þegar er gott veður þá hóum við mönnum saman í gegnum heimasíðuna okkar og hittumst hér í Nauthólsvík.“

Fyrsta kvartmílukeppni sumarsins verður eftir þrjár vikur á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka