Man ekki önnur eins umskipti

Reykvíkingar nutu veðurblíðunnar við Austurvöll í dag.
Reykvíkingar nutu veðurblíðunnar við Austurvöll í dag. mbl.is/Gísli Baldur

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur kveðst ekki muna eft­ir öðrum eins um­skipt­um og jafn „meg­in­lands­legri“ vor­komu hér suðvest­an­lands og nú.

Þetta kem­ur fram á bloggi Ein­ars. Hann ger­ir að um­tals­efni ótrú­leg um­skipti í veðrinu suðvest­an­lands á ein­ung­is einni viku.  Hann bend­ir á að síðastliðinn sunnu­dag, 1. maí, var meðal­hit­inn í Reykja­vík +1,5°C. Strax á mánu­dag skipti um og síðustu viku hef­ur meðal­hit­inn verið +8,5°C. Í dag komst hit­inn í Reykja­vík svo í +16,4°C og heit­ast var á Þing­völl­um 18,4°C

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert