Ráðist var á heimili Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra aðfaranótt laugardags, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins. Tvær rúður voru brotnar í húsinu.
Árásin var gerð upp úr klukkan þrjú um nóttina. Grjóthnullungum var kastað í húsið og brotnuðu tvær rúður. RÚV sagði að glerbrotum hafi rignt inn í stofnua þar sem ráðherrann sat ásamt eiginkonu sinni. Þau sakaði ekki.
Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Í fréttinni kom fram að lögreglan hefur hert eftirlit með heimili ráðherrans.