Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að tónlistarhúsinu Hörpu um klukkan sex í kvöld, en boð höfðu borist frá brunaboða í húsinu.
Þegar slökkviliðsbíll kom á vettvang, kom í ljós að engir eldar loguðu í Hörpu, heldur höfðu boðin borist vegna þess að verið var að tengja öryggiskerfi hússins.