Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.

Heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda í ís­lensk­um áliðnaði nam að meðaltali 1,71 tonni á hvert fram­leitt tonn af áli og dróst sam­an um 0,5% á milli ára, að sögn Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda.

Sam­tök­in segja í til­kynn­ingu, að los­un ís­lenskra ál­fyr­ir­tækja sé 12% minni en að meðaltali í Evr­ópu ef frá er tal­in los­un vegna raf­orku­fram­leiðslu. Að raf­orku­fram­leiðslu meðtal­inni sé heild­ar­los­un vegna álfram­leiðslu hér á landi aðeins um 20% af heild­ar­los­un á hvert fram­leitt tonn í Evr­ópu.

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda í áliðnaði hér á landi hafi minnkað um 73% á hvert fram­leitt tonn frá ár­inu 1990.

Þá hafi los­un flúor­efna minnkað um að sama skapi 4% á milli ára og numið 0,4 kg á hvert fram­leitt tonn. sé þetta nærri 30% minni los­un á hvert fram­leitt tonn en að jafnaði í Evr­ópu og um 70% minni en að jafnaði í heim­in­um. Frá 1990 hafi los­un flúor­efna á hvert fram­leitt tonn af áli minnkað um liðlega 90%.

Á síðastliðnu ári voru fram­leidd tæp­lega 820 þúsund tonn af áli á Íslandi og jókst fram­leiðslan lít­il­lega á milli ára. Útflutn­ings­verðmæti áls 222 millj­örðum króna á síðasta ári, að sögn Sa­máls.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka