Fréttaskýring: Gefa ekki upp von um flutning Gæslunnar

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar.
Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar. mbl.is/Árni Sæberg

Varpað hefur verið upp afar ólíkri sýn á niðurstöðu athugunar ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á hagkvæmni þess að flytja starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Innanríkisráðherra kynnti skýrsluna í síðasta mánuði og sagði rekstrarkostnað aukast um 690 milljónir króna ef aðsetur Gæslunnar yrðu flutta suður með sjó. Suðurnesjamenn benda hins vegar á að í skýrslunni sé verið að bera saman epli og appelsínur.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lýstu allir bæjarfulltrúar sameiginlega vonbrigðum með niðurstöðu innanríkisráðuneytisins vegna athugunarinnar. Í ályktun sem samþykkt var segir mikilvægt „að samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum fari rækilega yfir þá vinnu sem þegar hefur verið lögð fram og vinni áfram að því að fullgera hagkvæmnisathugun þar sem samræmis er gætt í samanburðartölum og allir kostir verkefnisins skoðaðir og metnir.“

Meðal þess sem bent er á er að borinn sé saman rekstur Gæslunnar eins og hann er í dag, „þar sem fyrirkomulag áhugamannaliðs er við lýði, starfsmenn á bakvöktum og útkallstími því umtalsverður, við rekstur atvinnumannaliðs þar sem starfsmenn eru á vakt öllum stundum, starfsmannafjöldi langtum meiri og útkallstími því miklu styttri.“

Einnig að gert sé ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að greiða starfsmönnum laun og bílastyrki fyrir akstur til vinnu. Það séu greiðslur sem Suðurnesjamenn kannist ekki við að fá greiddar þrátt fyrir að starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki flutt í bráð

Ögmundur bætti síðar við að af hans hálfu væri meginforsenda þess, að gera tillögu um flutning starfsemi Landhelgisgæslunnar, að óyggjandi væri að ekki væri óhagkvæmara að reka stofnunina þar en hér í Reykjavík. Eftir kynningu á hagkvæmisáætluninni í ríkisstjórn seint í síðasta mánuði sagði Ögmundur svo að Gæslan yrði ekki flutt í bráð vegna mikils kostnaðar.

Farið fram á frekari athugun

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi, sagði að óhjákvæmilegt væri að fram færi annað hagkvæmnismat.

Róbert hefur einnig tjáð sig um hagkvæmisathugunina á vefsvæði sínu en þar segir hann ennfremur að mjög erfitt sé að draga þá ályktun að ekki sé skynsamlegt að ráðast í flutning Gæslunnar, og raunar Björgunarmiðstöðvarinnar í heild sinni. Og ekki aðeins skynsamlegt heldur að núverandi fyrirkomulag gangi hreinlega ekki.

Þór verður hér við land

Ekki er gert ráð fyrir að Þór verði í verkefnum erlendis en erlendar sértekjur Landhelgisgæslunnar fyrir verkefni á vegum CFCA, fiskveiðieftirlitsstofnunar ESB, og Frontex, Landamærastofnunar ESB, eru þó forsenda þess að hægt sé að gera út Þór.

Gert er ráð fyrir að skipið annist löggæslu, eftirlit, leit og björgun hér við land og mun það gjörbreyta möguleikum á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert