Getur munað miklu

Munað getur miklu á eftirstöðvum lána eftir því hvaða útreikningar …
Munað getur miklu á eftirstöðvum lána eftir því hvaða útreikningar eru viðhafðir. mbl.is/RAX

Ekki er heimilt að reikna vexti Seðlabanka Íslands ofan á gengistryggð lán nema eftir þann dag sem dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána féll. Þetta segir Skarphéðinn Pétursson, hæstaréttarlögmaður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Skarphéðinn að lögin um endurútreikning lána miðist við að vextir Seðlabankans séu reiknaðir frá lántökudegi. Hins vegar sé nú ætlunin að láta á það reyna fyrir dómi hvort slík afturvirkni standist lög. „Afturvirk lög eru ekki talin standast í öllum tilfellum,“ segir hann.

Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson hefur birt lánareiknivél á heimasíðu sinni, þar sem sýndar eru mismunandi aðferðir við endurútreikning gengistryggðra lána. Bornar eru saman aðferðir bankanna við endurútreikning lána við aðferðir Veritas-lögmanna og endurskoðunarfyrirtækisins GK-endurskoðun. Veritas-lögmenn miða við að ekki eigi að reikna vexti Seðlabankans á gengistryggð lán fyrr en eftir að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána féll. GK-endurskoðun reiknar vexti Seðlabankans hins vegar ofan á lánin frá lántökudegi, en tekur tillit til greiðslna inn á höfuðstól lánsins eftir því sem þær berast. Í báðum tilfellum eru niðurstöður endurútreiknings hagstæðari fyrir lántaka. Ástæðan er sú að bankarnir reikna vexti Seðlabankans á allan höfuðstólinn og bæta áföllnum vöxtum við höfuðstól á 12 mánaða fresti á lánstíma. Á móti er sömu vöxtum bætt ofan á innborganir á höfuðstól. Afleiðingin er sú að eftirstöðvar lána verða hærri eftir endurútreikning.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert