Hrein eign lífeyrissjóða nærri 2000 milljarðar

Hrein eign líf­eyr­is­sjóða hér á landi var 1965 milllj­arðar króna í lok mars, að sögn Seðlbank­ans og jókst um 16,2 millj­arða í mánuðinum eða um 0,8%.

Inn­lend verðbréfa­eign hækkaði um 19 millj­arða og nam rúm­lega 1393 millj­örðum í lok mánaðar­ins. Er­lend verðbréfa­eign nam um 483 millj­örðum í lok mars og lækkaði því um 4 millj­arða frá fyrri mánuði.

Sjóður og bankainn­stæður hækkuðu hins veg­ar um rúma 1,5 millj­arða á milli mánaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert