Hrein eign lífeyrissjóða hér á landi var 1965 millljarðar króna í lok mars, að sögn Seðlbankans og jókst um 16,2 milljarða í mánuðinum eða um 0,8%.
Innlend verðbréfaeign hækkaði um 19 milljarða og nam rúmlega 1393 milljörðum í lok mánaðarins. Erlend verðbréfaeign nam um 483 milljörðum í lok mars og lækkaði því um 4 milljarða frá fyrri mánuði.
Sjóður og bankainnstæður
hækkuðu hins vegar um rúma 1,5 milljarða á milli mánaða.