Heimildamyndin Last Days of the Arctic: Capturing the Faces of the North, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, verður frumsýnd á BBC4 í kvöld klukkan 21.00 að breskum tíma.
Um er að ræða 60 mínútna gerð af kvikmynd í fullri lengd sem frumsýnd verður á næstunni. Saga Film framleiddi myndina sem Magnús Viðar Sigurðsson leikstýrir.
Í dagskrárkynningu BBC segir m.a. að Rax sé í hópi þekktustu ljósmyndara heimsins og myndaröð hans, „Andlit norðursins“, sé lifandi heimild um lífshættisem eru að hverfa á norðurhjara veraldar.
Ragnar var einn af gestum á stærstu ljósmyndahátíð Norðurlanda, Nordic Lights Festival, sem var haldin í Kristianssand í Noregi 3. til 7. maí. Sýning með myndum úr bókinni Veiðimenn norðursins hangir þar uppi en einnig sýndi Ragnar myndir og flutti fyrirlestur um ferðir sínar til heimskautasvæðanna tvisvar sinnum fyrir fullu húsi.
Sýningin fer frá Kristianssand til Tromsö. Þar er ætlunin að setja upp sýningu með myndum Ragnars og dagskrá í menningarsetrinu Perspektivet um næstu mánaðamót.
Dagskrárkynning BBC vegna myndarinnar um RAX