Valin Evrópumaður ársins

Anna Margrét Guðjónsdóttir og Andrés Pétursson.
Anna Margrét Guðjónsdóttir og Andrés Pétursson.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi og varaþingmaður, var útnefnd Evrópumaður ársins fyrir árið 2010 á aðalfundi Evrópusamtakanna í síðustu viku.

Samtökin segja, að Anna Margrét hafi hlotið tilnefninguna fyrir ötult starf að Evrópumálum undanfarin misseri.

Andrés Pétursson fjármála- og skrifstofustjóri var kjörinn formaður Evrópusamtakanna.  Aðrir stjórnarmenn eru Einar Kárason rithöfundur,  Gunnar Hólmsteinn Ársælsson framhaldsskólakennari, Sigrún Gísladóttir, fyrrum skólastjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, Eva Einarsdóttir,  borgarfulltrúi Besta flokksins og G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert