Bleikjustofnar gefa eftir

Vænni bleikju landað í Stóru-Laxá.
Vænni bleikju landað í Stóru-Laxá. mbl.is/Einar Falur

Á árs­fundi Veiðimála­stofn­un­ar fyr­ir helgi kom fram að ef frá eru tald­ar bleikju­veiðar í vötn­um hafi sam­drátt­ur verið í bleikju­veiði síðasta ára­tug.

Guðni Guðbergs­son fiski­fræðing­ur seg­ir fækk­un bleikju hafa verið um­tals­verða á sum­um svæðum, einkum á Suðvest­ur­landi. Hann seg­ir lík­legt að bleikju­veiði verði áfram með minna móti í ám á þess­um svæðum í sum­ar og að sumstaðar hafi bleikju­stofn­arn­ir orðið skert veiðiþol.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Guðni rétt að benda veiðirétt­ar­höf­um á að gæta þess að ekki verði gengið um of á stofna bleikju og bregðast við með því að draga úr sókn til að viðhalda stærð hrygn­ing­ar­stofna.

Hann tók sem dæmi bleikju­veiðina í Hvítá í Borg­ar­f­irði. „Þar hef­ur orðið gríðarleg minnk­un; mest var veiðin um 4.600 bleikj­ur á ári en í fyrra losaði afl­inn ekki nema um 400 fiska,“ sagði hann. Annað dæmi um minnk­andi bleikju­veiði á Vest­ur­landi er í Hítará, þar sem iðulega hef­ur verið gert út á bleikju á vor­in, en þar veidd­ust ein­ung­is nokkr­ir fisk­ar í fyrra.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert