Engin landsýn í sjómannadeilu

Engin landsýn er í sjómannadeilunni.
Engin landsýn er í sjómannadeilunni. mbl.is/Hafþór

Þó gengið hafi verið frá kjarasamningum til þriggja ára á almennum vinnumarkaði er eitt landssamband ASÍ, Sjómannasamband Íslands, enn með lausa samninga. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÍ, hafa viðsemjendur ræðst við en það hafi þó verið stopult.

„Við erum í viðræðum. Samningar okkar hafa verið lausir frá áramótum. Við sjáum ekki til lands ennþá,“ segir hann. Ekki kom til greina að fylgja öðrum ASÍ-samböndum við frágang kjarasamninga. „Okkar mál eru svo ólík. Það varð mjög fljótt ljóst að við værum ekki í þeim pakka. Það eru mörg sérmálin sem við þurfum að ræða.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að meðal megináherslna sjómanna í kjaraviðræðunum séu fiskverðsmálin, „og svo er það sjómannaafslátturinn, sem ríkið er að taka af okkur. Við ætlum að fá lausn þess máls,“ segir hann.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka