Fjórar hrefnur á land

Hrafnreyður KÓ.
Hrafnreyður KÓ.

Fjór­ar hrefn­ur hafa nú veiðst frá því hrefnu­veiðimenn fóru fyrst á miðin á Faxa­flóa í lok apríl.

Fram kem­ur á vef Fé­lags hrefnu­veiðimanna, að Hrafn­reyður KÓ-100 veiddi tvær hrefn­ur á laug­ar­dag. Bæði dýr­in voru meðal­stór kven­dýr. Kjötið af dýr­un­um var unnið í gær í kjötvinnslu­hrefnu­veiðimanna og verður dreift í versl­an­ir í vik­unni.

Skip­verj­ar á Hrafn­reyði fóru út í morg­un og ætla að vera við veiðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert