Fjórar hrefnur hafa nú veiðst frá því hrefnuveiðimenn fóru fyrst á miðin á Faxaflóa í lok apríl.
Fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna, að Hrafnreyður KÓ-100 veiddi tvær hrefnur á laugardag. Bæði dýrin voru meðalstór kvendýr. Kjötið af dýrunum var unnið í gær í kjötvinnsluhrefnuveiðimanna og verður dreift í verslanir í vikunni.
Skipverjar á Hrafnreyði fóru út í morgun og ætla að vera við veiðar í dag.