Segja Kristján undir gríðarlegum þrýstingi

Reuters

Alþjóðadýra­vernd­un­ar­sam­tök­in (IFAW) segja að Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., hafi með ákvörðun sinni að stöðva hval­veiðar loks­ins viður­kennt að það sé til­gangs­laust að veiða langreyði. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um þar sem ákvörðunni er jafn­framt fagnað.

Kristján sagði við mbl.is fyrr í dag að hval­veiðar myndu ekki hefjast á hefðbundn­um tíma í ár vegna ástands­ins  í Jap­an og þeim yrði frestað um óákveðinn tíma. Staðan yrði svo end­ur­skoðuð í ág­úst. Kristján er ný­kom­inn frá Jap­an þar sem hann kynnti sér ástand mála í kjöl­far ham­far­anna í mars.

IFAW segja aft­ur á móti að Kristján hafi lýst yfir vopna­hléi. Hann hafi verið und­ir gríðarleg­um þrýst­ingi að hætta veiðunum og því hafi hann til­kynnt að hann muni segja upp 30 starfs­mönn­um og hætta hval­veiðum. Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að veiðin muni ekki hefjast aft­ur fyrr en í fyrsta lagi eft­ir næsta fund Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem verði hald­inn í júlí.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir Robbie Marsland, fram­kvæmda­stjóri IFAW í Bretlandi, að Kristján hafi staðið frammi fyr­ir því að markaðsaðstæður í Jap­an séu gríðarlega erfiðar. Á Íslandi sé eng­inn markaður fyr­ir langreyði og þá hafi bæði Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bandið hótað að beita Ísland refsiaðagerðum. 

„Það lít­ur út fyr­ir að herra Lofts­son hafi loks­ins viður­kennt að það þjón­ar eng­um raun­veru­leg­um til­gangi að halda áfram að drepa langreyði. Við von­um að hann haldi áfram að láta þá í friði,“ seg­ir Marsland.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er hrefnu­veiðum Íslend­inga jafn­framt mót­mælt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka