Vinir Sjonna stóðu sig með stakri prýði

Vinir Sjonna á sviðinu á Esprit-leikvanginum í Düsseldorf í Söngvakeppni …
Vinir Sjonna á sviðinu á Esprit-leikvanginum í Düsseldorf í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Reuters

Íslenski Evróvisjón-hópurinn, Vinir Sjonna, stóð sig með stakri prýði á sviðinu á Esprit-leikvanginum í Düsseldorf í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Vinirnir voru þeir fjórtándu á sviðinu, flutningurinn var til fyrirmyndar og hlutu þeir mikið lófaklapp að flutningi loknum.

Þó svo laginu hafi verið vel tekið í höllinni er víst að það skiptir litlu þegar uppi er staðið. Hvort Íslendingar verði á meðal tíu efstu, og taki þar með þátt í úrslitin á laugardag, veltur á þeim atkvæðum sem lagið fær. Ljóst er að þar stöndum við ekki vel að vígi, þ.e. ef litið er til keppinauta Íslands, en eins og best sást á Evróvisjón-keppninni á síðasta ári, getur allt gerst. Þá var ljóst á síðasta umslaginu að framlag Íslands komst áfram í úrslitin.

Vini Sjonna skipa þeir Gunnar Ólafsson, Vignir Snær Vigfússon, Matthías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson, Pálmi Sigurhjartarson og Benedikt Brynleifsson. Með þeim í för er svo Þórunn Erna Clausen, ekkja Sigurjóns Brink en eins og alþjóð veit varð hann bráðkvaddur í janúar, áður en hann gat tekið þátt sjálfur í undankeppninni hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert