„Vondar fréttir“

Reuters

„Þetta eru vond­ar frétt­ir,“ seg­ir Árni Múli Jónas­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, spurður út í ákvörðun Hvals hf. að fresta hval­veiðum í ár um óákveðinn tíma vegna ástand­ins í Jap­an. Um veru­lega hags­muni sé að ræða fyr­ir sveit­ar­fé­lagið og íbúa þess, enda um mörg störf að ræða.

Tug­ir Ak­ur­nes­inga hafi haft at­vinnu af hval­veiðum, bæði í Hval­stöðinni í Hval­f­irði og í kjötvinnsl­unni í bæn­um.

„Í því ár­ferði sem núna er þá mun­ar nú um minna en þetta. Við get­um í sjálfu sér ekki gert annað en vonað að úr ræt­ist og óskað Kristjáni [Lofts­syni, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf.] velfarnaðar í því. Hann er nú reynd­ur af öðru held­ur en að gef­ast upp,“ seg­ir Árni í sam­tali við mbl.is.

„Við erum ekki búin að reikna út áhrif­in, en þau eru nei­kvæð. Það mun­ar um hvert starf í nú­ver­andi ár­ferði,“ bæt­ir hann við.

Aðspurður seg­ir Árni að sveit­ar­fé­lagið leiti ávallt leiða til að örva at­vinnu. Sér­stak­ur starfs­hóp­ur sinni því verk­efni. Þá verði starfsmaður ráðinn í tíma­bundið starf sem hafi það verk­efni að reyna að leita leiða til að hjálpa og styðja við at­vinnu­mál­in.

Í sum­ar verði all­mörg at­vinnu­átaks­verk­efni í gangi. Von­ir standi til þess að hægt verði að bjóða allt að 50 tíma­bund­in störf til að koma til móts við at­vinnu­leit­end­ur og náms­menn.

„Þó að ým­is­legt sé hér erfitt þá hef­ur Grund­ar­tanga­svæðið staðið vel og við höf­um notið þess. Það eru býsna marg­ir héðan sem þar starfa. Þannig að það gæti verið verra. En Hval­stöðin skipt­ir máli og þarna hafa verið vel launuð störf fyr­ir marga. Þannig að þetta kem­ur býsna illa við tölu­vert stór­an hóp,“ seg­ir Árni að lok­um.

Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness.
Árni Múli Jónas­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert