Starfsmaður Landsbankans dæmdur til að endurgreiða 90 milljónir

Fyrr­ver­andi starfsmaður Lands­bank­ann var í dag dæmd­ur í Héraðsdómi Reykja­ness til að end­ur­greiða slita­stjórn bank­ans yfir 90 millj­ón­ir króna vegna kaupauka sem hann fékk í lok sept­em­ber árið 2008.

Slita­stjórn­in stefndi Jóni Þór Gunn­ars­syni, sem var for­stöðumaður á fyr­ir­tækja­sviði, og krafðist þess að sam­komu­lagi sem bank­inn gerði við hann þann 24. sept­em­ber um greiðslu á kaupauka sem nam í heild­ina yfir 90 millj­ón­um króna yrði rift.

Árið 2004 skrifaði Jón Þór und­ir kauprétt­ar­samn­ing við bank­ann sem fól í sér rétt til að kaupa fimm millj­ón hluti í bank­an­um á geng­inu sjö. Var kaupauk­inn ein­greiðsla til að gera upp áunn­inn og óinn­leyst­an kauprétt.

Féllst héraðsdóm­ur á kröfu slita­stjórn­ar­inn­ar og dæmdi Jón Þór til að end­ur­greiða upp­hæðina, 89,1 millj­ón, auk drátt­ar­vaxta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert